Full af lífi! – námskeið um vínlausan lífsstíl.

Námskeiðið hefst 22. október og lýkur 19. nóvember 2025

Verð: 38.900 kr. Staður: Von, Efstaleiti 7 – kl. 20 á miðvikudagskvöldum. Námskeiðið er hæft til styrkja hjá stéttarfélögum. Leiðbeinendur: Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur og Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi. Námskeiðið er samstarfsverkefni leiðbeinenda og SÁÁ.

Almennt: Að lifa án áfengis er gjöf. Það krefst hugrekkis að breyta líferni sínu og hætta því sem telst eðlilegt í samfélaginu. Þátttakendur á þessu námskeiði fá að kynnast aðferðum við að breyta um lífsstíl. Efnið fjallar um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veikleika og efla styrkleika. Á námskeiðinu er lyklum miðlað til að loka dyrum og opna aðrar til betri vegar. Það er gott að hætta því sem truflar og byrja á því sem veitir kraft. Að lifa án áfengis er betri gjöf en oft er talið og líkur á jákvæðum samskiptum aukast til muna. Þetta er lærdómsríkt ferli sem ber árangur en án sjálfsaga og taumhalds verður ekkert frelsi.