Reglur fyrir þau sem vilja drekka áfengi

© David Nutt, 2020.

Áfengi er mjög hættulegur og skaðlegur vímugjafi í óhófi og fylgir því bæði ofbeldi og síðan mikil andleg vanlíðan. Þekktu sjálfan þig sem drykkjumanneskju til að koma í veg fyrir skaða sem hlýst af því að drekka of mikið áfengi. Fólk reynir að borða hollt og ekki of mikið, forðast sykur, fitu og kólesteról sem hækkar blóðþrýsting. Það stundar líkamsrækt til að bæta heilsuna. Á sama hátt ætti fólk að fara varlega með áfenga drykki og setja sér reglur, eins og að mega ekki smakka áfengi nema einu sinni í viku og þá aðeins tvö glös.

Fjórðungur Íslendinga hefur tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur áfengis.Áfengi hefur skaðleg áhrif á heilsu og vellíðan þeirra sem nota áfengi, fjölskyldur þeirra, samstarfsfólk og samfélagið í heild. Árið 2022 féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, 27% karla og 21% kvenna. Árið 2022 sögðust um 14% fullorðinna drekka sig ölvaða (5 glös+) einu sinni í viku eða oftar. áfengisneysla er í fimmta sæti á lista 25 áhættuþátta dauðsfalla og sjúkdóma.

Of margt fólk hunsar alvarleikann á bak við það að drekka of mikið og of oft. Læknafélag Íslands og breiðfylking heilbrigðisstarfsfólk telur til dæmis að eitt af forgangsverkefnum í lýðheilsu landsmanna eigi að vera að minnka skaða af áfengisneyslu. Það er líka áskorun fá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni.

Á heimasíðu Landlæknis stendur: Forðumst áfengi - engin örugg mörk eru til. Engin örugg mörk eru þekkt fyrir áfengi. Mælt er með því að nota eins lítið áfengi og mögulegt er eða sleppa því alveg. Börn, unglingar og barnshafandi ættu ekki að nota áfengi. Áfengi (bjór, léttvín og sterk vín) hefur skaðleg áhrif á öll líffæri líkamans. Notkun á áfengi eykur líkur á krabbameini í brjóstum og meltingarvegi. Notkun áfengis getur einnig leitt til lifrarsjúkdóma og er tengd aukinni dánartíðni og minni lífsgæðum.

Hér er svo 41 regla sem gott er að setja sér ætli fólk að drekka áfengi á annað borð. Höfundur þeirra er David Nutt læknir og prófessor en hann birti þær í bókinni DRINK? The New Science Of Alcohol – Your Health (2020).

  1. Ekki drekka áfengi til að slökkva þorstann, fáðið ykkur vatnsglas fyrst.

  2. Ekki leyfa öðrum að fylla glösin í boðum, þá missið þið sjónar af drykkjunni.

  3. Afþakkið freyðivín – sérstaklega á fastandi maga, það eykur líkur á að þið verðið of drukkin, of fljótt.

  4. Ekki vín með matnum, aðeins á milli rétta, það verður betri melting.

  5. Hafnið fordrykkjum og kokteilum, annars verðið bara fyrr full.

  6. Drekkið aðeins tvo drykki eða þrjá einu sinni eða tvisvar í viku.

  7. Stefnið aldrei að því að verða ölvuð eða að detta í það.

  8. Aldrei að fá sér „One for the Road“ – farið frekar bara heim að sofa, þá verður svefninn betri.

  9. Bjóðist til að keyra bílinn og verið viss um að freistast ekki.

  10. Takið reglulega vikufrí eða meira frá áfengi og byrjið þá hægt aftur.

  11. Ekki vera með vínbirgðir heima, keyptu bara það sem þarf þegar það þarf.

  12. Ekki drekka fyrir kl. 19 og ekki eftir 21:30.

  13. Sleppið áfenginu inn á milli drykkja og drekkið til dæmis tónik án gins eða klakavatn eða spritzer.

  14. Ekki nýta heimsendingar á víni eða vera í vínklúbbi sem sendir áfengi reglulega heim til þín. Hafið sjálf töglin og hagldirnar.

  15. Kaupið dýrt áfengi, þá farið þið sparlega með það.

  16. Velið lágar prósentur á víni og bjór eða bara alkóhóllaust sem ykkur líkar við. Þið verðið fyrir minna áreiti frá drykkjufólki ef þið erum með alkóhóllausan drykk í vínglasi.

  17. Veldið ykkur drykkjustíl eins og 5-2, þá má fá sér tvo daga í viku. Eða velja einn dag um helgi og svo ekki neitt meira.

  18. Veljið eitthvað annað en að fá sér vín, eins og að fara í sund, ræktina, göngutúr eða finnið tedrykkju vin.

  19. Skráið vín-fría daga og fjölgið þeim jafnt og þétt.

  20. Ekki drekka heima áður en þið farið út, þá klárast magnið sem má drekka strax.

  21. Ef það er félagsleg athöfn að drekka, ekki drekka ein – það breytist fljótt í slæman vana og flaskan klárast óvænt.

  22. Ekki kaupa vín um leið og aðrar vörur í matvöruverslun. Gerið ykkur sérstaka ferð í ÁTVR. Þá hafið þið meira fyrir þessu og sjáið betur verðlagið.

  23. Forðast ber ódýrt alkóhól – Forðiðst„Happy hour“ þar drekkur fólk meira og hraðar en hollt er.

  24. Verið með endurfyllanlega vatnsflösku við hendina – það kemur í veg fyrir að þið drekkið áfengi af áfergju.

  25. Kaupið aldrei beljuvín – þá sjáið þið ekki hversu mikið þið drekkið.

  26. Ekki opna aðra flösku ef þið eruð aðeins tvö, ein er meira en nóg.

  27. Ekki bjóða upp á saltað snakk – þá verður fólk þyrst og drekkur meira.

  28. Ekki drekka til að slá á streitu eða kvíða, gerið frekar öndunaræfingar, farið í hugleiðslu eða yoga, hringið í vin, farðið í bað eða göngutúr.

  29. Teljið drykkina og takið ákvörðun um að drekka aðeins tvö glös í kvöld. Eitt fyrir matinn og í matnum.

  30. Æfið ykkur í að segja „Nei, takk“. Það er mikill þrýstingur í gangi og þið þurfið að vera með alls konar „afsakanir“ á takteinum til að komast hjá því að drekka.

  31. Biðjið um minnsta glasið á veitingahúsum og fjárfestu í litlum vínglösum til að eiga heima.

  32. Lækkið í tónlistinni. Fólk drekkur hraðar ef tónlistin er hröð og hávær.

  33. Kaupið ykkur eigin drykki, til að hafa stjórn á magninu, ekki láta bjóða ykkur.

  34. Farið oftar á viðburði þar sem vín er ekki í öndvegi, hittið fólk á morgnanna, í hádeginu og áður en boðið er upp á drykki.

  35. Ekki þiggja skot eða kokteila. Það er ekki góð hugmynd að kaupa staup af sterku eða kokteila. Það er of áhrifaríkt og fyllir strax upp í kvóta kvöldsins.

  36. Ekki drekka meira en eitt vínglas á klukkutíma. Eftir tvo tíma eru komin tvö glös og það dugar. Drekkið áfengislaust inn á milli. Þannig losnið þið við timburmenn daginn eftir.

  37. Skráðu drykkina í app. Það eru til mjög fín öpp til að ná stjórn á drykkjunni.

  38. Ekki drekka í hádeginu og aldrei áður en vinnu er lokið.

  39. Ekki drekka á fastandi maga. Annars verðið þið strax full og fáið timburmenn.

  40. Skipuleggið eitthvað skemmtilegt um morguninn sem þarfnast skýran huga, skapandi hjarta og hraustum heila. Þá er auðvelt að sleppa drykkjum kvöldið áður.

  41. Ekki drekka orkudrykki um daginn eða fyrir víndrykkju, þeir kalla á hraðari og meiri drykkju.

Previous
Previous

Að velja sér gildi

Next
Next

Glósur um áhrif áfengis