Afhjúpanir
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn

Afhjúpanir

Gunnar Hersveinn flutti ræða á Austurvelli 20. apríl 2024 fyrir Félagið Ísland og Palestína. Þar koma fram sjö afhjúpanir á hugarfari og misferli. “Höldum áfram að greina og svipta hulunni af andliti grimmdarinnar. Við neitum að standa á hliðarlínunni meðan að Ísrael fremur þjóðarmorð. Sýnum samstöðu okkar og krefjumst þess að blóðbaðinu linni. Almenningur vill frið og réttlæti!“

Read More
Að skilja kynþátta- fordóma
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn

Að skilja kynþátta- fordóma

Rannsóknir og fræðimennska Kristínar Loftsdóttur prófessors í mannfræði við Háskóla Íslands opna meðal annars sýn í sögu kynþáttahugmynda og las ég tvær bækur eftir hana núna í mars 2024 til að leita skýringa á kynþáttafordómum sem greina má í samfélaginu. Bækurnar heita Kynþáttafordómar í stuttu máli (Háskólaútgáfan 2020) og Andlit til sýnis – Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu (Sögufélagið 2023) .

Read More
Hvers vegna skrifa rithöfundar?
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn

Hvers vegna skrifa rithöfundar?

Hvers vegna skrifa rithöfundar? Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Gunnar Hersveinn skrifuðust á um þessa spurningu í nóvember 2019 í leit að svörum og fluttu hugleiðingar sínar í heimspekikaffi í Gerðubergi í nóvember 2019 og buðu gestum að taka þátt í umræðunni.

Read More
Er öllu afmörkuð stund?
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn

Er öllu afmörkuð stund?

Skrifað um bókina Rúmmálsreikningur I eftir Solvej Balle í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur, útgefandi Benedikt bókaútgáfa, 2023. Magnað verk sem knúði mig til að hugsa um tímahugtakið, endurminninguna, endurtekninguna og undantekninguna. Nú hefur tíminn numið staðar, sagði klukkan, en þrátt fyrir það hætti hún ekki að tifa.

Read More
Lífhverf viðhorf og hvalveiðar
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn

Lífhverf viðhorf og hvalveiðar

Langreyður er næststærst allra hvala, einungis steypireyður er stærri og um leið næststærsta dýr jarðarinnar. Hún er fullvaxin 22 til 23 m á lengd og vegur þá 60 til 70 tonn. Langreyður er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu.

Read More
Að hætta að drekka áfengi
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn

Að hætta að drekka áfengi

Hér er pistill handa þeim sem langar til að hætta að drekka áfengi en það er enginn skortur á ástæðum og rökum fyrir slíkri ákvörðun.

Read More
Vináttan við náttúruna
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn

Vináttan við náttúruna

Mig langar til að lýsa vináttu við náttúruna, því það er mikilvægt vegna þess að þetta samband hefur raskast.

Read More
Fimm ráð friðar-menningar
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn

Fimm ráð friðar-menningar

Sextánda heimsmarkmið S.Þ. er Friður og réttlæti: „Að stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum".

Read More
Hugvekja um nægjusemi
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn

Hugvekja um nægjusemi

Höfuðdygðir Grikkja til forna voru viska, hófstilling, hugrekki og réttlæti. Kristnir gerðu þessar dygðir að sínum og urðu þær sjö með því að bæta við trú, von og kærleika.

Read More