Gunnar Hersveinn

Gunnar Hersveinn er kunnur fyrir skrif sín um lífsgildi og samfélagsleg málefni. Hann er heimspekingur og hefur starfað við kennslu og blaðamennsku. Hann hefur stundað ritstörf í áratugi og skrifað töluvert um jafnrétti, umhverfisvernd og friðarmenningu. Hann hefur fengið viðurkenningar fyrir skrif sín eða að „hafa náð að setja umtalsvert mark á hérlenda þjóðfélagsumræðu.“ Hann gaf árið 2010 út bókina um Þjóðgildin, þau gildi sem fulltrúar þjóðarinnar völdu á Þjóðfundinum 2009. Bækurnar Gæfuspor – gildin í lífinu, Orðspor – gildin í samfélaginu. Heillaspor – gildin okkar eru vel þekktar og einnig er hann með höfundur bókarinnar Hugskot – skamm-fram- og víðsýni ásamt Friðbjörgu Ingimarsdóttur. Nýjasta bókin hans er Vending - vínlaus lífsstíll. Einnig hefur hann verið með vinsæl heimspekikaffi frá árinu 2011 þar sem fólki gefst kostur á að ræða saman um mikilvæg lífsgildi.