Bækur

Vending - vínlaus lífsstíll

2024

Út er komin bókin Vending eftir Gunnar Hersvein. Þetta er bók fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti, fólk sem vill tileinka sér vínlausan lífsstíl, bæta sjálfsskilning og ná árangri. Lífsgildin.

Heillaspor - gildin okkar

2020

Bókin Heillaspor – gildin okkar fjallar um gildin sem leggja grunn að farsælu lífi fyrir ungt fólk og fjölskyldur þess. Gleði, þakklæti, vinátta, hugrekki, samlíðun, fyrirgefning, virðing og náttúruást koma við sögu. Fallegar myndir og hugarljós hjálpa lesandanum að finna svörin til að stíga heillaspor í lífinu. Hönnun og teikningar: Helga Kjerúlf og Hera Guðmundsdóttir Forlagið.

Hugskot - skamm-, fram- og víðsýni

2016

Hugskot er handbók fyrir alla sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. Umfjöllunarefninu er best lýst með hugtakinu gagnrýninn borgari. Höfundar Gunnar Hersveinn og Friðbjörg Ingimarsdóttir. IÐNÚ.

Þjóðgildin

2010

Í bókinni Þjóðgildin er fjallað um gildin sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009. Heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur. ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskyldan, jöfnuður og traust eru gildin sem efla þarf á næstu árum. Skálholtsútgáfan.

Orðspor - gildin í samfélaginu

2008

Í bókinni Orðspor – gildin í samfélaginu fjallar Gunnar Hersveinn um hvernig einstaklingar geta lagt öðrum lið og tekið þátt í því að bæta samfélag sitt. Markmið bókarinnar er að sporna gegn kæruleysi og aðgerðarleysi með uppbyggilegri gagnrýni og athugun á samfélagsmálum. Forlagið.

Hvers vegna skrifa rithöfundar?

2019

Bæklingur: „Hvers vegna skrifa rithöfundar?“ er heimspekileg spurning og spennandi efni til að  takast á við því það opnar víddir inn í marga  heima. Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Gunnar Hersveinn rithöfundar skrifuðust á í nóvember 2019 í leit að svörum og fluttu hugleiðingar sínar 20. nóvember kl. 20 í Gerðubergi hjá Borgarbókasafninu og leyfðu gestum að taka þátt í umræðunni. Hér birtast sendibréf Gunnars og Bjarneyjar, umræðuspurningar og samantekt úr umræðum.
Hvers vegna skrifa rithöfundar? PDF (2019).

Gæfuspor - gildin í lífinu

2005, 2012

Í Gæfusporum er fjallað um hugtök sem vert er að máta við sjálfan sig. Sumir kunna að vilja skýr svör við spurningu eins og „Hvað er hamingja?“ og fá í framhaldi af því ráðleggingar um hvernig hægt er að öðlast hana. Markmiðið er ekki að gefa slík svör eða ráð, heldur að tendra leiðarljós og hvetja lesandann til að leita svara upp á eigin spýtur. Forlagið.

SjöuNd/

2008

Ljóðabók. SJÖUND eftir Gunnar Hersvein rithöfund. Sóleyju Stefánsdóttur hannaði. Með SJÖUND er gerð tilraun til að sleppa ljóðinu lausu úr ljóðabókinni og fólk fær tækifæri til að senda ljóð hvert til annars. /sjöund, sýning.

Í regnborg hljóðra húsa

1993

Ljóðabók

Um það fer tvennum sögum

1990

Heimspekirit. Bókin skiptist í tvær hugleiðingar og sjö kafla, sem nefnast m.a. „Hugsað um dauðann“, og „Hugsað um guð“. Hún er í senn kennslubók og ætluð almennum lesendum, en í henni glímir höfundur við ýmis vandamál eins og: Hvað er dauðinn? Hvað er guð? Er guð til? Hvað er hamingja? Hvað er vilji? hvað er ábyrgð? Eru siðareglur algildar eða úreltar? Hvað er mannssálin? Hvað er heimspeki? Hver er tilgangurinn? Hvað er ofbeldi? Hver er sannleikurinn? Hvar ber að leita sannleikans?

Tré í húsi

1989

Ljóðabók

EF

1993

Leikrit sem hefur verið sett upp í nokkrum framhaldsskólum á Íslandi.

Gægjugat

1987

Ljóðabók.