Heimspekikaffi

  • Rannveig, Gunnar, Sigga

    Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?

    11. apríl kl. 20 í Tehúsinu, Kaupvangi 17.

    Heimspekikaffi á Egilsstöðum

    Hamingjan fæst með því að sækjast eftir því sem gefur og forðast um leið það sem kvelur. Gunnar Hersveinn, Rannveig Þórhallsdóttir og Sigga Lára Sigurjónsdóttir munu eiga samtal um vínlausan lífsstíl í Tehúsinu fimmtudaginn 11. apríl kl. 20, en það að drekka áfengi aðeins of oft eða aðeins of mikið orðið hindrun og truflað alls konar markmið og fyrirætlanir í lífi og starfi. Þau munu ræða um gjafir lífsins án áfengis, níu gæfuspor, sjö reglur góðvildar og kosti þess að tileinka sér vínlausan lífsstíl.

    Tilefnið er útgáfa á bókarinnar Vending – vínlaus lífsstíll eftir Gunnar Hersvein. Bókin er skrifuð fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti, þau sem vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið.

    Bókin hefur fengið góðar viðtökur og hrós fyrir að ávarpa málið á yfirvegaðan, skýran og skiljanlegan hátt. „Höfundur skrifar skýran, fallegan texta. Það er auðvelt að hrífast með og skynja hvert hann er að fara með ábendingum sínum og leiðarvísum.“ (lifdununa.is).

    Gunnar Hersveinn heimspekingur er höfundur metsölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu, þar sem fjallað er á skýran og gagnlegan hátt um helstu lífsgildin. Gunnar var með vinsælt og fjölsótt heimspekikaffi hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur um árabil.

    Rannveig Þórhallsdóttir stofnandi Sagnabrunns, fornleifafræðingur, doktorsnemi við HÍ og nústarfandi kennari við ME og verkefnastjóri við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi.

    Sigga Lára Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur, leikskáld, þýðandi og kennari í Menntaskólanum á Egilsstöðum skrifaði bókina Of mörg orð.

    Heimspekikaffið fer þannig fram að þau eiga gefandi samtal um áhrif áfengis á hug, heila, hamingju og heilsu og um fjölmarga kosti þess að lifa vínlausum lífsstíl. Þau munu svo opna fyrir samtal við gesti. Þetta verður góð kvöldstund. Bókin Vending verður seld á staðnum og fæst einnig í Húsi handanna.

    Öll velkomin, enginn aðgangseyrir, sjá nánar á lifsgildin.is

  • Hamingja og áfengi

    14. mars kl. 20

    Hamingjan fæst með því að sækjast eftir því sem gefur og forðast um leið það sem kvelur. Sókn eftir áfengi getur valdið óhamingju en það gerir val á vínlausum lífsstíl ekki.

    Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðingur og Gunnar Hersveinn rithöfundur munu eiga samtal um hamingjuna sem er nátengd heilsu en hætta er á að einstaklingar ofmeti eigin styrkleika andspænis áhrifum áfengis og þeirri staðreynd að það er ávanabindandi.

    Ein af fimm leiðum að vellíðan sem Embætti landlæknis mælir með, til að byggja upp geðheilbrigði, er Gefum af okkur. Það er lofsvert að gera eitthvað fyrir aðra og það er gefandi því fólk er þakklátt og það byggir upp hamingju. Dóra Guðrún segir mikilvægt að einbeita sér að hinu góða í lífinu og finna lausnir á vandamálum til að öðlast hamingju. „Rannsóknir sýna að það er sælla að gefa en þiggja. Þeir sem gefa af sér fá meira út úr því og meiri hamingju og vellíðan en þeir sem bara þiggja.“

    Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis, sálfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum, hefur sérhæft sig í hamingjurannsóknum. Hún er kennslustjóri á námsbrautinni jákvæð sálfræði á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.

    Gunnar Hersveinn er höfundur metsölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu, þar sem fjallað er á skýran og gagnlegan hátt um helstu lífsgildin. Nýja bókin Vending fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross. Gunnar var með vinsælt og fjölsótt heimspekikaffi hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur um árabil. Þetta er þriðja heimspekikaffið hjá Saga Story House á þessu ári og hafa þau verið mjög vinsæl.

    Heimspekikaffið fer þannig fram að Gunnar og Dóra Guðrún eiga samtal um nokkra þætti sem koma við sögu og um áhrif áfengis á hug, heila, hamingju og heilsu og opna svo fyrir samtal við gesti. Öll velkomin, enginn aðgangseyrir.

    Heimspekikaffið fer fram hjá Saga – Story House, Flatahrauni 3, Hafnarfirði. https://sagastoryhouse.is/

  • Svefn og áfengi

    Miðvikudag 31. janúar kl. 20.

    Gæði svefns í samhengi við áfengi verður til umfjöllunar í heimspekikaffi hjá Saga Story House miðvikudaginn 31. janúar kl. 20. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og Gunnar Hersveinn höfundur bókarinnar Vending – vínlaus lífsstíll ræða þá um áhrif áfengis á svefn.

    Áfengi dregur úr svefngæðum og deyfir dómgreind, það dreifist um líkamann, það truflar minnið, dregur úr dugnaði, deyfir framheila, sköpunargáfuna og skemmir lifrina. Nýjum lífsreglum og breyttum lífsstíl ætti að fylgja betri/meiri: svefn, sköpun, tími, minni, agi, örlæti, auðmýkt, einlægni, kærleikur og gleði.

    Erla Björnsdóttir sálfræðingur er með doktorsgráðu í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra. Erla hefur einnig umsjón með www.betrisvefn.is. Hún hefur skrifað fjölda greina og bækurnar Svefn og barnabækurnar Svefnfiðrildin, Svefninn minn og gefur árlega út dagbókina Munum.

    Gunnar Hersveinn heimspekingur er höfundur met¬sölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu, þar sem fjallað er á skýran og gagnlegan hátt um helstu lífs¬gildin. Nýja bókin Vending fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross. Gunnar var með vinsælt og fjölsótt heimspekikaffi hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur um árabil.

    Heimspekikaffið fer þannig fram að Gunnar og Erla eiga samtal um nokkra þætti sem koma við sögu og um áhrif áfengis á hug, heila, svefn og heilsu og opna svo fyrir samtal við gesti. Öll velkomin, enginn aðgangseyrir.

    Heimspekikaffið fer fram hjá Saga – Story House, Flatahrauni 3, Hafnarfirði. https://sagastoryhouse.is/

  • Vínlaus lífsstílll

    Miðvikudag 17.01.24 kl. 20.

    Að hætta að drekka áfengi. Gunnar Hersveinn heimspekingur og Lára G. Sigurðardóttir læknir bjóða upp á heimspekikaffi miðvikudaginn 17. janúar kl. 20 um kosti þess að tileinka sér vínlausan lífsstíl til að bæta lífið.

    Tilefnið er útgáfa bókarinnar Vending – vínlaus lífsstíll eftir Gunnar Hersvein (lifsgildin.is). Bókin er skrifuð fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti, fyrir fólk sem vill tileinka sér vínlausan lífsstíl, bæta sjálfsskilning og ná árangri. Bókin er skrifuð fyrir þau sem vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið. Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veik¬leika og efla styrkleika.

    Gunnar Hersveinn er höfundur metsölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu, þar sem fjallað er á skýran og gagnlegan hátt um helstu lífsgildin. Bókin Vending fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross. Gunnar var með vinsælt og fjölsótt heimspekikaffi hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur um árabil.

    Lára G. Sigurðardóttir starfar sem læknir á Sjúkrahúsinu Vogi. Hún er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum og hefur unnið að forvörnum um langt skeið. Lára skrifaði Húðbókina ásamt Sólveigu Eiríksdóttur.

    Heimspekikaffið fer þannig fram að Gunnar og Lára eiga samtal um helstu lífsgildi sem koma við sögu og um áhrif áfengis á hug, heila og heilsu og opna svo fyrir samtal við gesti. Öll velkomin, enginn aðgangseyrir.

    Heimspekikaffið fer fram hjá Saga – Story House, Flatahrauni 3, Hafnarfirði

    Sjá nánar: Saga Story House

  • Vínlaus lífsstílll

    Fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18.

    Í Von, Efstaleiti 7 hjá SÁÁ.

    Gunnar Hersveinn heimspekingur og Lára G. Sigurðardóttir læknir bjóða upp á heimspekikaffi um kosti þess að tileinka sér vínlausan lífsstíl til að bæta lífið. Viðburðurinn er öllum opinn

    Tilefnið „Edrúar – febrúar“ og efni bókarinnar Vending – vínlaus lífsstíll eftir Gunnar Hersvein Bókin er skrifuð fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti, fyrir fólk sem vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið. Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veikleika og efla styrkleika.

    Gunnar Hersveinn heimspekingur er höfundur metsölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu, þar sem fjallað er á skýran og gagnlegan hátt um helstu lífsgildin. Gunnar var með vinsælt og fjölsótt heimspekikaffi hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur um árabil.

    Dr. Lára G. Sigurðardóttir starfar sem læknir á Sjúkrahúsinu Vogi. Hún er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum og hefur unnið að forvörnum um langt skeið.

    Heimspekikaffið fer þannig fram að Gunnar og Lára eiga samtal um helstu lífsgildi sem koma við sögu og um áhrif áfengis á hug, heila og heilsu og opna svo fyrir samtal við gesti.